Akureyrarbær og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, hafa gert með sér samning um rekstrarstyrk til ársins 2027.
Styrkurinn er veittur til að styðja við öflugt björgunarstarf og þjónustu sveitarinnar í þágu bæjarbúa, meðal annars í samvinnu við Slökkvilið Akureyrar.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Guðmundur Guðmundsson formaður Björgunarsveitarinnar Súlna undirrituðu samninginn.