Gott ferðamannasumar í Hrísey

Frá Hrisey
Frá Hrisey

Fjöldi ferðamanna sem leggur leið sína til Hríseyjar að sumarlagi hefur aukist jafnt og þétt um árin, jafnt þeir sem koma í dagsheimsóknir og þeir sem dvelja lengur. Því fylgja bæði tækifæri og áskoranir segir í fundargerð Hverfisnefndar Hríseyjar. Þrjár hátíðir voru haldnar í Hrísey á liðnu sumri og gengu allar vel.

„Mér fannst ég greina aukningu á fjölda ferðamanna í sumar,“ segir Ásrún Ýr Gestsdóttir „Ég upplifði það að fleiri hafi komið í dagsferðir til Hríseyjar, bara til að njóta og eins var ný gönguleið mjög vinsæl meðal ferðalanga. Þá er hittir leiksvæðið okkar alltaf í mark sem og sundlaugin.“

Þá nefndir Ásrún að veitingastaðurinn Verbúðin 66 hafi iðulega verið þéttsetin og oftar en ekki fullbókar. Verslun hafi verið með mesta móti yfir sumarmánuðina. Þá hafi oft mátt sjá röð af fólki sem beið eftir að komast í ferju á Árskógsandi og yfir til Hríseyjar.

„Sú gisting sem í boði er hér í eynni var vel nýtt í sumar, oft fullnýtt og færri komust að en vildu,“ segir Ásrún en hún og eiginmaðurinn eru á meðal þeirra sem bjóða upp á gistingu í Hrísey.

Þau eru með litla íbúð á neðri hæð í húsi sínu til leigu yfir sumarið og segir hún að aðeins ein afbókun hafi borist þar sem dagarnir voru ekki bókaðir strax aftur.

Fjarbúðin, sem er fjarvinnusetur opnaði eftir breytingar nýverið og hefur það verið vel nýtt. „Við erum bjartsýn á að svo verði áfram. Fólk hefur nýtt sér aðstöðuna til þess að lengja í sumarfríinu, skipta um umhverfi eða fá aðeins meiri frið þegar heimilið er fullt af fólki og vinnufriður lítill.“

Nýjast