Hjúkrunarfræðingar fylltu Hof

Frá ráðstefnunni   Mynd aðsend
Frá ráðstefnunni Mynd aðsend

Húsfyllir var í menningarhúsinu Hofi þegar rúmlega 500 hjúkrunarfræðingar komu saman af öllu landinu á vísindaráðstefnuna Hjúkrun 2025.

Ráðstefnan er haldin dagana 25. og 26. september, þar voru kynntar fjölmargar niðurstöður af rannsóknum hjúkrunarfræðinga hér á landi. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár og var síðast haldin á Akureyri árið 2019, ráðstefnan er á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Háskólans á Akureyri, Sjúkrahúss Akureyrar, Háskóla Íslands, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fjölmörg áhugaverð erindi voru flutt á ráðstefnunni, má þar nefna ítarlega umfjöllun um stöðu hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni, verkefni hjúkrunarfræðinga í framhaldsskólum, stöðu hjúkrunarfræðinga með erlendan bakgrunn og hjúkrunarheimili í Grindavík í skugga náttúruhamfara.

Nýjast