Ný hljómplata Hvanndalsbræðra sem ber nafið Skál! lenti á helstu streymisveitum i dag 26 september.
Átta ný Hvanndalslög hafa með þessari útgáfu litið dagsins ljós, en platan er sú níunda sem þeir bræður senda frá sér
Platan var tekin upp í Leifshúsum í Eyjafjarðarsveit, Stefán Örn Gunnlaugsson stjórnaði upptökum.
Hvanndalsbræður verða með fyrstu tónleikana í nýja hluta Skógarbaðana á morgun laugardaginn 27 september og hefjast tónleikarnir sem eru á nýju tónlistarsvæði Skógarbaðana
kl 20:30.
Með þvi að smella á slóðina hér fyrir neðan er hægt að hlusta á nýju plötuna