Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Hörgársveit um vatnsveitu Hjalteyrar og mögulegan rekstur eða yfirtöku Norðurorku á veitunni og framkvæmdum hennar.
Hörgársveit sendi stjórn Norðurorku erindi um málið síðastliðið sumar og hafa viðræður verið í gangi síðan. Hún hefur verið útvíkkuð, fráveitu á Hjalteyri bætt við ásamt fráveitu á Lækjarvöllum.
Virðismat veitnanna liggur nú fyrir en eftir er að skoða nokkra liði varðandi kostnað, meta ástand veitna og taka tillit til þess.
Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að halda áfram með málið. Forstjóra var falið að ganga til samninga við Hörgársveit og leggja samningsdrög fyrir stjórn, að undangengnu ástandsmati á veitum.