Vilja byggja fimm hæða íbúðarhús á Gránufélagsgötu 45

Fram er komin ósk um að byggja fimm hæða og 25 íbúða hús á lóð við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri.
Fram er komin ósk um að byggja fimm hæða og 25 íbúða hús á lóð við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri.

Óskað hefur verið eftir því að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Gránufélagsgötu 45 á Akureyri. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á lóðinni allt að fimm hæða íbúðarhús fyrir um 25 íbúðir á bilinu 45-70 fm.

Meirihluti skipulagsráðs tók jákvætt í hugmynd um byggingu íbúðarhúss á lóðinni enda er í rammahluta aðalskipulags fyrir þetta svæði gert ráð fyrir að hús verði almennt á þremur til fjórum hæðum með atvinnustarfsemi á neðstu hæð. Að mati ráðsins er þó mikilvægt að fyrir liggi ítarlegri gögn um mögulega útfærslu mannvirkis á lóðinni og samhengi þess við stefnu rammahluta aðalskipulags fyrir svæðið.

Afgreiðslu var frestað á fundi ráðsins í liðinni viku og var skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjenda, Stefán Þór Guðmundsson um framhald málsins.

Nýjast