Á þessari sýningu verður frumflutt nýtt hljóðverk eftir Áka Ásgeirsson (1975) sem ber heitið 120°.
120° er hljóðinnsetning sem er án upphafs og endis. Hljóðfærin eru tölvustýrð og sjálfspilandi, en háð hvoru öðru og áheyrendum. Framvinda
tónlistarinnar er hæg en umlykjandi, hún á sitt innra lífkerfi en einnig ytri líkama hljóðfæranna sem lifa saman í þessu stóra ómandi rými,
vistkerfi hljóðs, tóna og hryns.
Á opnuninni, laugardag 30.ágúst kl 14:00, verða tónleikar þar sem Áki fremur hljóðgjörninga.
Sýningin og koma listamannanna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Hörgársveit, Myndlistarsjóði, Menningarsjóði Kea, Samfélagssjóði Landsbankans
Verksmiðjan á Hjalteyri er sýningar- og verkefnarými stofnað 2008 í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Aðaláhersla er lögð á alþjóðlega samtímalist, kvikmyndir, vídeólist en einnig námskeið listaskóla. Verksmiðjan á Hjalteyri var handhafi Eyrarrósarinnar 2016 en hún er árlega veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjan hlaut einnig sérstaka viðurkenningu Myndlistarráðs fyrir áhugaverðustu samsýninguna 2021.