Hámarkshraði við Þelamerkurskóla lækkaður

Lækkaður hámarkshraði við Þelamerkurskóla  Mynd horgarsveit.is
Lækkaður hámarkshraði við Þelamerkurskóla Mynd horgarsveit.is

Hámarkshraði á þjóðvegi 1 framhjá Þelamerkurskóla hefur nú verið lækkaður í 70 km/klst. Umferðin er mikil við skólann og hefur hraðinn valdið áhyggjum meðal foreldra og íbúa. Með nýju hraðamörkunum er hættan á slysum minni og aðstæður öruggari fyrir alla sem stunda nám og starf við skólann.

Breytingin er skýr skilaboð um að öryggi barna og vegfarenda sé ávallt í forgangi.

Það er heimasíða Hörgarsveitar sem sagði fyrst frá.

Nýjast