„Upp er runninn sérlega ánægjulegur dagur sem margir hafa beðið eftir í langan tíma,“ skrifar Finnur Ingvi Kristinsson sveitarstjóri á vef sveitarfélagsins af því tilefni.„Þetta er stór stund fyrir okkar sveitarfélag.“
Ný aðstaða er mikil bylting fyrir starfsfólk og nemendur þar sem unnt verður að veita börnum og foreldrum enn betri þjónustu. Nýr búnaður hefur verið keyptur og nálægð og gott flæði milli deilda býður upp á aukna samvinnu innan leikskólans. Tenging yfir í grunnskóla, sem opnuð verður von bráðar, eykur að auki til muna samstarfsmöguleika milli skólastiga.
Leggja lokahönd a skólalóðina
Á næstu vikum fer fram vinna við að leggja lokahönd á skólalóðina sem verður girt af í fyrstu viku september. Ný og glæsileg tæki og sandkassar munu þá verða tekin í notkun og auka á fjölbreytta flóru afþreyingar fyrir börnin og að sjálfsögðu vera opin almenning utan starfstíma skólans. Fram að því mun starfsfólk í meira mæli njóta þess frábæra svæðis með börnunum sem við höfum í næsta návígi skólans, í Aldísarlundi. Í september á starfsemi Krummakots afmæli og verður þá opið hús fyrir áhugasama til að koma og skoða og gleðjast yfir þessum áfanga.