Fyrir byggðarráði Norðurþings liggja drög að viljayfirlýsingu sveitarfélagsins við gagnaversfyrirtæki, sem hefur sérhæft sig í starfsemi á norðurslóðum, um byggingu gagnavers á Bakka.
Iðnaðarsvæðið á Bakka er í einstakri stöðu til að sameina endurnýjanlega jarðvarmaorku með mikla rekstrarhagkvæmni í köldu loftslagi og endurvinnslu á varma. Gagnaver sem byggir á gervigreind hefur möguleika til að gagnast heimamönnum, atvinnulífinu og hagkerfinu í heild segir í bókun bæjarráðs sem fól sveitarstjóra að vinna drögin áfram í samráði við lögfræðing