„Að svo stöddu sjáum við ekki fram á að gera það,“ segir Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs spurð hvort til greina komi að taka viðræður við Kisukot upp að nýju.
Ragnheiður Gunnarsdóttir sem rekið hefur Kisukot á heimili sínu var ekki alls kostar sátt við að framlag Akureyrarbæjar til Kisukots yrði ein greiðsla upp á hálfa milljón króna. Hún hefur starfsrækt Kisukot í ríflega 13 ár án þess að fá styrk frá Akureyrarbæ. Bæjarráð samþykkti fyrir um tveimur árum að skoða með hvaða hætti hægt væri að styðja við starfsemina. Niðurstaðan var framlag upp á 500 þúsund krónur sem Ragnheiður taldi snautlegt og hefur nefnt að dýralæknakostnaður á ári nemi um einni milljón króna. Þá er ýmislegt annað ótalið eins og fóður.
Brynja Hlíf segir að sveitarfélögum sé skylt samkvæmt lögumum velferð dýra að hafa aðstöðu til að geyma dýr sem hafa strokið eða villst frá umráðamönnum sínum.“ Akureyrarbær hefur slíka dýrageymslu til umráða og mun að sjálfsögðu fara að lögum um velferð dýra.“