Vel sótt sjálfbærniráðstefna

Mynd/Háskólinn á Akureyri.
Mynd/Háskólinn á Akureyri.

Háskólinn á Akureyri hélt 5. sjálfbærniráðstefnuna í apríl síðastliðnum, þar sem inn- og erlendir sérfræðingar komu saman til að ræða helstu áskoranir og lausnir á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. Viðfangsefni voru víðfem og vöktu athygli sem laðaði að fjölbreytt úrval framsögufólks frá um það bil 10 löndum úr þremur heimsálfum. Breidd umræðuefna sýnir þá alþjóðlegu og þverfaglegu nálgun sem þarf til að efla sjálfbærni í veruleika þar sem áhrif loftlagsbreytinga verða sífellt sýnilegri og nú nýverið einnig vegna alvarlegra ógna í samskiptum ríkja.

Þingið var vel sótt, bæði á stað og í gegnum streymi, og þar fóru fram líflegar umræður sem undirstrikuðu mikilvægi slíks samráðs- og upplýsingavettvangar.

Nú er hægt að nálgast upptöku af viðburðinum þar sem má finna allar ræður og fyrirlestra. Við hvetjum bæði þátttakendur og öll áhugasöm að kynna sér efnið. Smellið hér til að nálgast upptökuna. Einnig í fyrsta sinn í ár er hægt að lesa öll ágrip erindanna í ritrýnda tímaritinu Nordicum-Mediterraneum.

Við lítum á þessa auknu aðsókn að þinginu ásamt gagnlegum umræðum skýrt merki um að þingið sé að vaxa og eflast – ekki aðeins vegna þess að umhverfismál, og þá sérstaklega loftslagsbreytingar, séu orðin brýn mál í vitund almennings, heldur einnig vegna stöðugrar vinnu skipulagsnefndar við að efla gæði og umfang þingsins frá fyrstu ráðstefnunni árið 2020.

Og í kjölfar ráðstefnu þá er nú þegar hafin undirbúningur að 6. sjálfbærniráðstefnunni við Háskólann á Akureyri. Við viljum bjóða þér að láta okkur vita hvaða dagsetning hentar best, sem og deila öðrum ábendingum sem gætu hjálpað okkur að bæta upplifun og vísindaleg gæði ráðstefnunnar árið 2026.

Ef þú ert til í að aðstoða þá geturðu svarað mjög stuttri könnun með því að smella hér.

Nýjast