Þrjátíu starfsmönnum sagt upp á PCC Bakka á Húsavík

PCC Bakki á Húsavík. Alls var 30 starfsmönnum sagt upp um mánaðamót vegna vaxandi óvissu í rekstraru…
PCC Bakki á Húsavík. Alls var 30 starfsmönnum sagt upp um mánaðamót vegna vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins.

Þrjátíu starfsmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík var sagt upp störfum um nýliðin mánaðmót vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Fyrr í sumar var 40 manns sagt upp störfum. Staðan er sú núna að 18 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.

Ákvörðun er tekin í kjölfar frumniðurstöðu Evrópusambandsins um að ekki verði settir verndartollar á kísilmálm í Evrópu, sem gerir markaðinn afar viðkvæman fyrir ódýrum kísilmálmi sem framleiddur er í Kína segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Standi sú niðurstaða getur það haft stórtæk áhrif á kísilmálmframleiðslu í allri Evrópu og eykur enn á óvissu um framhaldið og hvenær unnt verði að hefja starfsemi á ný.

Fram kemur að PCC SE, eigandi PCC á Bakka sé staðráðið í að endurræsa reksturinn þegar markaðaðstæður leyfa og er unnið að því að tryggja að fyrirtækið verði tilbúið til þess. Harmað er að grípa hafi þurft til þessara aðgerða og að ekki hafi verið unnt að bregðast við aðsteðjandi vanda.

Kæra félagsins liggur fyrir hjá fjármálaráðuneytinu vegna innflutnings til Íslands á undirverði. Starfshópur fimm ráðuneyta hefur unnið að tillögum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er í atvinnumálum á Húsavík og hefur mikil áhrif á samfélagið.

Nýjast