Norðurþing - Göngur og réttir

Bændur í Aðaldal við smalamennsku í Þeistareykjalandi   Mynd framsyn.is
Bændur í Aðaldal við smalamennsku í Þeistareykjalandi Mynd framsyn.is

Um helgina verða víða göngur og réttir á félagssvæði Framsýnar, m.a. verður réttað í Mývatnssveit, Aðaldal, Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnesi, Öxarfirði og í Núpasveit.

Heimasíða stéttarfélaganna sendir bændum og búaliði kærar kveðjur með von um að allt gangi vel um helgina enda mikil hátíð framundan þegar réttað verður eftir krefjandi göngur. Meðfylgjandi myndir voru teknar af bændum í Aðaldal sem voru að smala Þeistareykjaland í fyrradag. Þeir munu væntanlega koma til byggða síðdegis á í dag en réttað verður í Hraunsrétt á sunnudaginn.

Það er framsyn.is sem segir fyrst frá.

Nýjast