Opið hús í Stórutjarnarskóla á morgun miðvikudag

Á morgun, miðvikudaginn 10. september er boðið til kynningar í Stórutjarnarskóla á milli 13-14 og öl…
Á morgun, miðvikudaginn 10. september er boðið til kynningar í Stórutjarnarskóla á milli 13-14 og öll eru velkomin

Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu styrk síðastliðið vor úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið var leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.

Hópurinn hittist fyrst í Eistlandi í fyrra í verkefninu Eye-Ég-Mina. „Við vorum svo heppin að fá annan styrk til að halda verkefninu áfram,“ segir Sigríður Árdal. „Þessa vikuna eru ungmennin að vinna ýmis verkefni sem lúta að samskiptum, menningu landanna og við förum líka inná sjálfbærni og mikilvægi þess að vernda náttúruna.“

Kynning á afrakstri samstarfsins

„Á morgun, miðvikudaginn 10. september bjóðum við til kynningar í Stórutjarnarskóla á milli 13-14 og öll eru velkomin,“ segir Sigríður. „Verkefni verða til sýnis, matarsmakk í boði frá báðum löndum auk þess sem gestir okkar frá Eistlandi munu spila þjóðlagatónlist og kenna dansa.“

Markmið verkefnisins eru meðal annars að efla sjálfstraust og leiðtogahæfni ungmenna, vekja þau til umhugsunar um sjálfbæran lífsstíl og framtíð jarðar og stuðla að alþjóðlegri samvinnu og vináttu.

May be an image of ‎text that says "‎Co-funded by the EuropeanUnion European Union ٨۸٨ Stórutjamaskoll Erasmus+ verkefniễ We-Viă-Meie kynnir KÖRVIPALU LOOMETALU ALU OPID HÚS أ STÓRUTJARNASKÓLA 10.sept.| 10.sept. 10. MIĐVIKUDAGUR kl. 13-14 pátttakenduri Erasmus+ verkefninu We-Viă-Meie kynna og sýna afrakstur vinnu sinnar. Tónlistaratriği og léttar veitingar Veriő hjartanlega velkomin.‎"‎

Nýjast