Atvinnumál og innviðauppbygging á Norðurlandi til umræðu á opnum fundi í Hofi

SÍ og SSNE efna til opins hádegisverðarfundar í Hofi á morgun þriðjudag kl 12-13
SÍ og SSNE efna til opins hádegisverðarfundar í Hofi á morgun þriðjudag kl 12-13

Samtök iðnaðarins og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra boða til opins hádegisverðarfundar í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 9. september kl. 12-13 þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálum og innviðauppbyggingu.

Dagskrá

  • Opnun fundar - Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Ávarp - Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
  • Stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Sterkir innviðir fyrir öflugra atvinnulíf - Lára Halldóra Eiríksdóttir, formaður SSNE
  • Fundarstjórn - Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE

Húsið opnar kl. 11.30 og verður boðið upp á súpu og brauð.

NÁNARI UPPLÝSINGAR: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, sími 8990517, sigurdur@si.si Albertína Fr. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, sími 8484256, albertina@ssne.is

Frá þessu segir í tilkynningu 

Nýjast