Það er jafnan líf og fjör í Hamri á virkum morgnum en um klukkan níu mætir þar samheldinn hópur sem tekur til við sína daglegu rútínu sem felst í því að ná í skref fyrir heilsuna og spjall fyrir sálina.
Klukkan 9:30 hefst göngutúrinn – annaðhvort eftir hlaupabrautinni eða inni í Boganum – og stendur til kl. 10:10. Að honum loknum er enginn sendur heim strax því þá er sest hópurinn niður yfir kaffibolla og spjalli sem stundum nær allt fram til kl. 11:00.
Hópurinn hefur fengið tvö nöfn. Annað er „Vinir Vals“, þar sem Valur, þvagfærasérfræðingur, hefur aðstoðað flesta í hópnum á einhverjum tímapunkti. Annað nafn, „Á leið til læknis“, hefur líka verið fleygt fram en það vísar til þess að í hvert sinn sem hópurinn hittist er einhver meðlimur á leið til læknis.
Hópurinn er opinn öllum og eru áhugasamir hvattir til að slást í hópinn.
Það er á thorsport.is sem þessi skemmtilega frétt var fyrst sögð.