Bókunarstaða skemmtiferðaskipa til Norðurþings 30% samdráttur á milli ára

Verulegar blikur eru á lofti varðandi komur skemmtiferðaskipa til hafna í Norðurþingi næsta sumar
Verulegar blikur eru á lofti varðandi komur skemmtiferðaskipa til hafna í Norðurþingi næsta sumar

Ríflega 30% samdráttur er í bókunastöðu skemmtiferðaskipa til hafna fyrir árið 2026 miðað við yfirstandandi ár. Umsvif ferðaþjónustu í höfnum Norðurþings árið 2025 og samanburður við árið á undan var til umfjöllunar á fundi Hafnasjóðs.
Veruleg aukning hefur verið undanfarin ár í hvalaskoðun, einnig í komu skemmtiferðaskipa á þessu ári.

Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri áhyggjur sínar vegna fyrirséðs samdráttar í komu skemmtiferðaskipa á næsta ári vegna aukinnar skattheimtu ríkisins segir í bókun. „Ljóst er að samdrátturinn mun hafa neikvæð margfeldisáhrif víða í samfélaginu. Má þar nefna veitingastaði, söfn, verslun og margvíslega þjónustu.“

Nýjast