Laugardaginn 4. október kl. 16.00, verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Kristinn Sigmundsson, einn fræknasti söngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, kemur þar fram ásamt sópransöngkonunni Helgu Rós Indriðadóttur og tenórnum Kolbeini J. Ketilssyni. Allir þessir söngvarar hafa getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis.
Kristinn og Kolbeinn héldu tónleika í Salnum í Kópavogi sl. föstudag við einstaklega góðar móttökur og ákafan fögnuð viðstaddra. Þeir heimsækja nú Eyjafjörð og hafa fengið í lið með sér hina frábæru söngkonu Helgu Rós Indriðadóttur sem starfaði í Þýskalandi áður en hún fluttist til Skagafjarðar þar sem hún nú býr og starfar.
Sér til fulltingis hafa þau með sér Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara, sem á ættir að rekja til Dalvíkur.
Á efnisskránni verður íslensk og erlend tónlist, einsöngur og dúettar!