Vestnorden ferðakaupstefnunni lýkur í dag

Vestnorden ferðakaupstefnunni lýkur í dag  Myndir Markaðsstofa Norðurlands
Vestnorden ferðakaupstefnunni lýkur í dag Myndir Markaðsstofa Norðurlands

Vestnorden ferðakaupstefnan stendur nú sem hæst í Íþróttahöllinni og í Hofi. Ráðstefnan sem stendur yfir i tvo daga var sett i gærmorgun. Vestnorden sækja fast að 500 manns sem kynna sér m.a hvað rösklega 30 ferðaþjónustu fyrirtæki á Norðurlandi hafa upp á að bjóða.

,,Vestnorden er stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi og er nú haldin í 40. sinn. Á kaupstefnunni er megináhersla lögð á ábyrga ferðahegðun og sjálfbæra þróun sem endurspeglar stefnu íslenskrar ferðaþjónustu,, segir á heimasíðu Íslandsstofu.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden, en samtökin eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Löndin skiptast á um að hýsa ferðakaupstefnuna, sem fer annað hvert ár fram á Íslandi.

Nýjast