Fallorka og Orkusalan – saman í stanslausu stuði!

Djúpadalsvirkjun Mynd: Fallorka
Djúpadalsvirkjun Mynd: Fallorka
Fallorka, sem er dótturfélag Norðurorku, hefur hætt sölu á rafmagni og gert samstarfssamning við Orkusöluna um kaup á allri raforku sem Fallorka framleiðir í virkjunum sínum. Með þessu samstarfi tryggjum við að orkuframleiðslan úr heimabyggð haldi áfram að nýtast samfélaginu, en þjónustan við heimili og fyrirtæki færist nú yfir til Orkusölunnar.

Nauðsynlegt er fyrir þig að skrá þig í viðskipti til söluaðila raforku fyrir 10. desember nk. til að tryggja áframhaldandi afhendingu rafmagns. Ferlið er einfalt og fljótlegt, og við erum boðin og búin að aðstoða alla sem þurfa.

Það er hægt að skrá sig á þrjá vegu:

  • Á vefnum: orkusalan.is/velkomin
  • Í síma: 422 1000
  • Á Glerártorgi: dagana –20. nóvember og 25.-26. nóvember frá kl. 12–17, þar sem starfsfólk Orkusölunnar verður á staðnum til að aðstoða. Fleiri dögum verður bætt við ef þörf er á.

Glerárvirkjun Mynd: Fallorka

Við leggjum ríka áherslu á að orkuöryggi allra verði tryggt og að enginn verði skilinn eftir. Sem dæmi áætlum við að nálgast íbúðakjarna og búsetuúrræði eldri borgara og munum ganga úr skugga um að allir fái aðstoð við að ljúka skráningu.

Orkusalan, sem er dótturfélag Rarik, framleiðir og selur rafmagn, rekur sex vatnsaflsvirkjanir um allt land m.a. Skeiðsfossvirkjun á Norðurlandi og er með starfsstöð á Akureyri.

Starfsfólk Fallorku er stolt af því að hafa þjónað Akureyringum og nær sveitum í áranna rás (áður gegnum móðurfélagið Norðurorku). Við höldum áfram að framleiða raforku en leggjum áherslu á að viðskiptavinir fái áfram góða þjónustu og hagstæð kjör hjá Orkusölunni.

Að sama skapi þakkar starfsfólk Orkusölunnar fyrir traustið og tekur við með auðmýkt og virðingu. Við vitum að Fallorka hefur átt stóran þátt í uppbyggingu samfélagsins og við viljum halda áfram þeirri vegferð. Við höldum áfram á sömu forsendum, bjóðum okkar lægsta verð á rafmagni (hlekkur) og góða þjónustu. Við hlökkum til samstarfsins undir merkjum Orkusölunnar.

Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri Fallorku
Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar

 

 

Nýjast