„Ég er algjörlega elsku sáttur við starfsferilinn og hefði hvergi annars staðar viljað vera,“ segir Ragnar Sverrisson sem fagnar því á laugardag, 22 nóvember að hafa starfað hjá versluninni JMJ á Akureyri í 60 ár. „Galdurinn við að endast svona lengi er að hafa gaman af starfinu og sinna því af ástríðu alla daga.“
Ragnar var 16 ára gamall í nóvember árið 1965 og á samningi hjá Prentverki Odds Björnssonar, POB þar sem hann hugðist læra bókband. Þegar Jón M. Jónsson bauð honum starf í verslun sinni stökk hann á tækifærið. Ekki af því hann héldi að væri svo gaman að vinna í búð eða að hann væri góður sölumaður. Helsta ástæðan var að hann var skotinn í dóttur Jóns, Guðnýju sem starfaði á saumastofunni Burkna sem framleiddi föt fyrir verslunina.
Ragnar er í opnu viðtali í Vikublaðinusem kemur út i dag