Akureyri - Óbreytt útsvar og lægri fasteignaskattur

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2026 var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þriðjudaginn 18. nóvember.

Árið 2026 verður útsvarsprósentan óbreytt eða 14,97%. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur Akureyrarbæjar verði 18,26 milljarðar króna og hækki um 3,6% frá útkomuspá ársins 2025.

Álagningarprósenta fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,31% í 0,28% og á atvinnuhúsnæði lækkar hún úr 1,63% í 1,61%. Þannig lækkar álagður skattur um 180 m.kr. á íbúðarhúsnæði og 22 m.kr. á atvinnuhúsnæði. Fasteignamatsstofn íbúðarhúsnæðis á Akureyri hækkar um 10,6 % milli ára, þar af vega nýjar eignir 0,7%.

Gert er ráð fyrir að síðari umræða og endanleg afgreiðsla fjárhagsáætlunar verði í bæjarstjórn 2. desember nk. Samhliða fjárhagsáætlun 2026 var lögð fram þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2027-2029.

 

Kynntu þér málið á Akureyri.is

 

Frá þessu segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ

Nýjast