
Tónninn í þögninni.
Fyrir nokkrum árum kom fram hugtakið núvitund. Líkt og Íslendinga er siður helltum við okkur á kaf í málið og núvitund varð nýjasti plásturinn. Bjargráðið við óhófinu sem við höfum tileinkað okkur og kapphlaupinu um allt og ekkert. Óhóf kostar mikla peninga sem kalla á óhóflega vinnu og óhóf leiðir af sér heilsubrest, ekki síst andlega. Núvitund var lausnin við vanlíðan okkar svo við skelltum henni ofaná allt hitt.
Skárum ekkert niður og héldum keppninni áfram.