Laugaparið

Glæsilegt par  Mynd Aðsend
Glæsilegt par Mynd Aðsend

Laugaparið, bronsstytta af pilti og stúlku var afhjúpuð á Laugum í 100 ára afmælisveislu Laugaskóla.

Það voru formaður afmælisnefndar Kristján Guðmundsson og Una María Óskarsdóttir formaður hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla sem afhjúpuðu styttuna, en félagið safnaði fyrir henni.

Félag Þingeyinga styrkti verkið dyggilega en verkið verður mikilvægur minnisvarði um 100 ára skólahald heima á Laugum.

Mikið fjölmenni fylgdist með glæsilegri dagskrá, hátíðarræðum og tónlistarflutningi Laugamanna.

Nýjast