Smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði á tveimur svæðum

Lóðin við Hlíðarfjallsveg er staðsett sunnan við veginn á óbyggðu svæði
Lóðin við Hlíðarfjallsveg er staðsett sunnan við veginn á óbyggðu svæði

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að samþykktar verði tillögur um tvö svæði í bænum undir smáhýsi fyrir sértæk búsetuúrræði.   Annars vegar við Hlíðarfjallsveg og hins vegar Baldursnes. Lóðin við Hlíðarfjallsveg er stað sett á óbyggðu bæjarlandi sunnan við Hlíðarfjallsveg, opið grastún með litlu malarbílastæði og er notað sem snjólosunarsvæði og geymslusvæði fyrir moltu. Svæðið við Baldursnes er einnig óbyggt svæði sem afmarkast af götunni Baldursnesi í norðri, lóðinni Baldursnesi 7 í vestri, lóð Byko í suðri og spennistöðvar lóð í austri innan um atvinnustarfsemi fjarri íbúðabyggð.

Sindri S. Kristjánsson S-lista bókaði á fundi skipulagsráðs þar sem málið var til umfjöllunar að sú ráðstöfun sem hér sé á ferðinni geri það að verkum að fólk sem tilheyrir einum viðkvæmasta hópi samfélagsins verði búsett á til að gera afskekktum stað, innan um fyrst og fremst atvinnustarfsemi og fjarri annarri íbúðabyggð.

,,Þessi staðsetning er hins vegar talin nauðsynleg fyrir tiltekin búsetuúrræði að mati sérfræðinga í málaflokki velferðarmála. Ekki er annað hægt en að treysta því mati,“ segir Sindri í bókun sinni. Hann bendir á að vegna staðsetningar og umhverfis sé gríðarlega brýnt að allur lóðafrágangur verði strax frá fyrsta degi upp á tíu.

Þar beri bæði Akureyrarbær og framkvæmda aðilar ríka ábyrgð „Aðkoma, gróður og vegtengingar þurfa að vera frágengnar áður en fyrstu íbúar þessa búsetuúrræðis verða boðnir velkomnir. Þetta má ekki klikka“

Nýjast