Á vef Visis í dag er að finna frétt um niðurtöðu Landsréttar i máli hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle giants á Húsavík gegn Hafnarsjóði Norðurþings um lögmæti farþegagjalds sem hafnasjóðurinn innheimtir.
Í áðurnefndri frétt segir m.a. ,,Hafnasjóðurinn hefur verið dæmdur til að greiða fyrirtækinu rúmar 36 milljónir króna auk vaxta. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008."
Ennfremur segir í frétt Visis um málið
,,Í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að aðilar málsins hafi deilt um hvort Gentle giants ætti kröfu um að fá endurgreidd farþegagjöld sem félagið hafi greitt hafnasjóðnum á árunum 2016 til 2023 í samræmi við útgefna reikninga, en félagið geri út hvalaskoðunarbáta frá Húsavíkurhöfn.
Voru gjöldin hafi verið ákveðin sem tilgreind krónutala fyrir hvern farþega í gjaldskrám hafna Norðurþings, sem gefnar hafi verið út árlega. Elsti reikningurinn, sem krafist hafi verið endurgreiðslu á, sé vegna farþegagjalda fyrir janúar til september 2016 og gjaldið hafi þá verið 171 króna fyrir hvern farþega. Yngsti reikningurinn sé vegna farþegagjalda á árinu 2023, en þá hafi gjaldið verið 201 króna fyrir hvern farþega."