Raflínumöstur fjarlægð í Kjarnaskógi

Frá Kjarnaskógi                                Mynd Skógræktarfélag
Frá Kjarnaskógi Mynd Skógræktarfélag

Þessa vikuna er verið að fjarlægja raflínumöstur Laxárlínu í Kjarnaskógi enda búið að leggja allar raflínur í jörð en vegna þessa má búast við umferð vinnutækja á göngu- og skíðabrautum.

Framkvæmdum sunnan tjaldsvæðis á Hömrum líkur væntanlega í kvöld, þegar líður á viku má búast við slíkri umferð kring um Naustaflóann í Naustaborgum.
Sýnum aðgát og tillitssemi, við hjá SE munum beita snjótroðaranum góða, sem Kjarnasamfélagið allt safnaði svo eftirminnilega fyrir, til að lágmarka áhrif þeirra framkvæmda á notkun.

Og já...flestar leiðir nú í flottu stand, snjórinn sindrar í trjánum og um að gera að skella sér í skóginn 

Byggt á færslu  sem er að finna á Faceboksíðu Skógræktarfélagsins

Nýjast