Akureyri - Bæjarráð samþykkir að styðja áfram við starfsemi Flugklasans Air 66N

Frá Akureyrarflugvelli    Mynd Ak.flugvöllur
Frá Akureyrarflugvelli Mynd Ak.flugvöllur

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi ráðsins i gær að styðja áfram við starf Flugklasan Air66 með fjárframlagi sem kemur kr. 500 á hver íbúa bæjarins.

Fyrir fundi ráðsins  lá erindi frá Markaðssofu Norðurlands dagsett 22. október s.l. þar sem óskað var eftir stuðningi bæjarins vegna árins 2026.

Í erindinu frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans Air 66N segir m.a.:

,,Starf Flugklasans Air 66N hefur verið með hefðbundnu sniði síðasta árið. Þau flug sem hafa verið í
gangi hafa gengið vel og það er margt spennandi í farvatninu hvað varðar aukið millilandaflug um
Akureyrarflugvöll. Nánari upplýsingar um starf Flugklasans undanfarna mánuði má finna í
nýútgefinni skýrslu klasans.

Síðasta vor sameinuðust sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra um áskorun sem
send var stjórnvöldum. Þar var sett fram afdráttarlaus krafa sveitarfélaga á Norðurlandi að
Akureyrarflugvöllur verði áfram byggður upp og markaðssettur sem ein af gáttum Íslands. Í
áskoruninni voru settar fram eftirfarandi tillögur:


• Skipa þarf sérstaka stjórn eða félag fyrir Akureyrarflugvöll sem setur honum stefnu til
framtíðar. Hlutverk stjórnarinnar/félagsins væri að byggja upp alþjóðaflugvöllinn sem aðra
gátt inn í landið; byggja upp nauðsynlega innviði vallarins, tryggja samkeppnishæfni og hafa
leiðandi hlutverk í markaðssetningu hans í samstarfi við hagsmunaaðila í gegnum
Markaðsstofu Norðurlands og Íslandsstofu.


• Tryggja þarf þessari stjórn/félagi fjármagn til rekstrar flugvallarins, uppbyggingar og
markaðssetningar.


• Tryggja þarf fullnægjandi fjármagn til Flugþróunarsjóðs og þróa reglur hans þannig að hann
sé betur samkeppnishæfur til að sinna hlutverki sínu varðandi uppbyggingu flugs til lengri
tíma.


• Akureyrarflugvöllur á að vera jafn órjúfanlegur hluti af almennri landkynningu Íslands og
Keflavíkurflugvöllur, enda annar af tveimur valkostum fólks sem vill fljúga til landsins.


Staðan núna er að lítil viðbrögð hafa komið fram frá stjórnvöldum varðandi þetta mál. Flugklasinn
hefur markvisst reynt að fylgja eftir þessari áskorun m.a. með samtölum við þingmenn og ráðherra,
þrýstingi á stjórn Flugþróunarsjóðs og samtölum við Íslandsstofu um að Akureyrarflugvöllur verði
betur kynntur í almennri neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. En málin þokast hægt
og það er ljóst að setja þarf aukinn þunga í að fylgja þessu máli eftir og vonumst við eftir stuðningi
ykkar sveitarfélags til þess."

Nýjast