Kynning - Hagspá Arion banka kynnt á Akureyri

Ingi Steinar Ellertsson svæðisstjóri einstaklinga á Norður- og Austurlandi, Helga Sigurrós Valgeirsd…
Ingi Steinar Ellertsson svæðisstjóri einstaklinga á Norður- og Austurlandi, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir forstöðumaður fyrirtækja og fyrirtækjatrygginga, Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Sverre Andreas Jakobsso svæðisstjóri fyrirtækja á Norður- og Austurlandi

Arion banki stendur fyrir tveimur spennandi viðburðum á Akureyri í þessari viku.

Sá fyrri er hluti af Konur fjárfestum átaksverkefni bankans og fer fram á Drift EA fimmtudaginn 30. október kl. 17:00. Farið verður yfir grunnatriði í fjárfestingum og praktísk atriði varðandi stofnun fyrirtækja. Fullbókað er á viðburðinn.

Seinni viðburðurinn er fundur um stöðuna í íslenskum efnahagsmálum í útibúi Arion á . Þar verður fjallað um hagspá Arion banka fyrir árin 2025-2028 og sömuleiðis farið yfir sérstaka greiningu á íslenskum sjávarútvegi sem bankinn gaf út samhliða hagspánni.

Hátt í 8000 sótt Konur fjárfestum viðburði bankans

Arion banki fór af stað með Konur fjárfestum átaksverkefnið til að jafna þátttöku kynjanna á fjármálamarkaði og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Hátt í 8000 konur hafa sótt fjölbreytta viðburði á vegum bankans síðan átakinu var ýtt úr vör 2024.

Á viðburðinum á Drift EA, þann 30. október, deilir Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona og uppistandari, reynslu sinni á bráðskemmtilegan og hressan hátt. Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður markaða Arion banka, leiðir viðstadda í gegnum grunnatriði í fjárfestingum og Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, forstöðumaður fyrirtækja og fyrirtækjatrygginga, fer yfir praktísku atriðin varðandi það hvernig þú stofnar fyrirtæki og mikilvægi trygginga í fyrirtækjarekstri. Boðið verður upp á léttar veitingar fyrir fundinn.

Það er jafnan góð stemning á Konur fjárfestum viðburðunum eins og myndir sýnir

 

Óveður í aðsigi en heimilin sterk

Á seinni viðburðinum, þann 31. október, í útibúi Arion á Glerártorgi, fer Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, yfir nýlega efnahagsgreiningu sína, „Íslenska hagkerfið stígur ölduna“, fyrir árin 2025-2028. Erna Björg telur að undirstöður íslenska hagkerfisins séu sterkar og viðnámsþróttur heimila eftir því mikill en að þó verði á brattan að sækja næstu misserin. „Óveðursskýin hafa hrannast upp yfir stóru útflutningsgreinunum okkar, á sama tíma og vaxtamálið svokallaða liggur eins og mara yfir fasteignamarkaði,“ segir Erna. „Seðlabankinn hefur þó nokkurt svigrúm til að bregðast við versnandi horfum, hvort sem litið er til vaxta eða lánþegaskilyrða.“

Á eftir Ernu Björg stígur á stokk Kári S Friðriksson, hagfræðingur Arion banka, og fjallar um nýlega skýrslu bankans um íslenskan sjávarútveg. Þar kemur fram að íslenskur sjávarútvegur sé sannarlega í fremstu röð hvað varðar ferskleika og gæði afurða, skilvirkni og tækni í veiðum og vinnslu, nýtingu afurða og sjálfbærni, og að mikil gróska og nýsköpun sé í greininni. Um leið er farið í saumana á þeim áskorunum sem framundan eru, meðal annars í tengslum við breytt loftslagsskilyrði og hlýnun sjávar, erfiðari rekstrarskilyrði fiskvinnslna og fleira.

Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður sölu og þjónustu fagfjárfesta, flytur erindi á Konur fjárfestum 

Metnaðarfull starfsemi Arion banka fyrir norðan

Ingi Steinar Ellertsson er svæðisstjóri einstaklinga á Norður- og Austurlandi og segir að það sé mikilvægt fyrir bankann að halda viðburði sem þessa reglulega á svæðinu og deila víðtækri þekkingu bankans með heimafólki.

„Við höfum þétt net útibúa hér fyrir norðan og austan og höfum eflt þau talsvert á síðustu árum.“ Í kjarnaútibúinu á Akureyri starfi öflugur og samheldinn hópur sem leggi sig fram um að veita góða þjónustu, auk þess sem þremur öðrum útibúum sé haldið úti í þessum víðfeðma landshluta.

Ingi Steinar bætir við að samþætting banka- og tryggingaþjónustu milli Arion og Varðar hafi verið mjög spennandi vegferð á síðustu árum og starfsfólk hafi tekið virkan þátt í því ævintýri, m.a. með því að kynna fyrir viðskiptavinum kosti nýs fríðindakerfis, Arion fríðindi, sem fengið hafi frábærar viðtökur.

„Í útibúinu okkar á Glerártorgi er svo sameiginlegt banka- og tryggingaútibú þar sem við bjóðum viðskiptavinum okkar að koma í spjall. Þar erum við einnig með viðburðarými fyrir fundi eða kynningar á starfinu og þar fer einmitt hagspárkynningin fram nú á föstudaginn. Við hlökkum til að taka á móti fólki þar og ræða stöðuna í íslensku efnahagslífi.“

 

 

 

 

Nýjast