Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasa…
Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri

Önnur vinnustofa í verkefninu Allt til enda fer fram dagana 11. og 12. október næstkomandi í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður, bjóða börnum í 7.-10. bekk að skoða sögu gjörningalistar og gera spennandi tilraunir með miðilinn. Aðgangur er ókeypis, en skráning nauðsynleg á heida@listak.is.

Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður

Þátttakendur munu öðlast góðan skilning á listforminu, fremja gjörning og búa til eigin gjörningadagskrá sem verður hluti af A! Gjörningarhátíð, sem fram fer sömu helgi. Að lokinni vinnustofu verður sett upp sýning á ferli og afrakstri verkefnisins. Sýningin stendur til 2. nóvember.

Örn Alexander Ámundason kláraði MFA gráðu í Myndlist frá Listaháskólanum í Malmö og BFA gráðu frá sama skóla. Hann hlaut hin virtu Edstandska Stiftelsen verðlaunin í Svíþjóð 2013. Verk hans hafa verið sýnd víða, bæði á Íslandi og erlendis. Örn er einn af stofnendum listamannarekna sýningarrýmisins Open í Reykjavík og rak hið skammlífa Parent í Malmö í Svíþjóð.

Nýjast