Eins og áður hefur komið fram á síðunni þá er Bjarg íbúðafélag að byggja 16 leiguíbúðir við Langamóa 1-3 í Móahverfi á Akureyri.
Framkvæmdir hófust í apríl sl. og er áætlað að íbúðirnar verði tilbúnar á tveimur mismunandi dagsetningum, júlí 2026 og nóvember 2026. Vert er að minna áhugasama á að opnað verður fyrir umsóknir í október.
Verktaki er BF byggingar ehf.
Íbúðirnar eru í tveimur húsum sem eru tvær hæðir, auk sameiginlegrar hjóla- og vagnageymslu. Þar má finna 2ja til 4ra herbergja íbúðir. Gældýrahald er leyft í hluta íbúðanna.
Sjá nánar um íbúðirnar hér.
Rauði kassinn sýnir hvar íbúðirnar eru staðsettar
Heimasíða Einingar Iðju sagði frá