Ævintýraleg stemning hefur ríkt í Glerárskóla þessa viku þar sem Harry Potter þemadagar fara nú fram með pompi og prakt. Þetta er í fimmta sinn sem skólinn heldur slíka daga, og líkt og áður, er Glerárskóla umbreytt í sjálfan Hogwarts – skóla galdra og seiða.
Fyrir fimm árum var nemendum skólans skipt niður á heimavistirnar fjórar úr bókunum um galdrastrákinn – Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin – og síðan þá hafa þau tilheyrt sinni vist alla skólagönguna. Í upphafi hverra þemadaga er nemendum í fyrsta bekk skipti niður á heimavistirnar.
Á þemadögum taka nemendur þátt í fjölbreyttum og skapandi verkefnum sem tengjast heimi galdranna, og er lögð áhersla á gildi sem bæði spegla töfraheim Harrys Potter og einkunnarorð Glerárskóla: Hugur, hönd og heilbrigði.
Þessa skemmtilegu daga skartar Glerárskóli litríkum skreytingum og nemendur og starfsfólk klæðast ýmsum búningum úr galdraveröldinni og í sannarlega töfrandi andrúmslofti.
Fleiri myndir á facebook Akureyrarbæjar.