„Salan á slaufunum fer vel á stað og bærinn að verða bleikur,“ segir Marta Kristín Rósudóttir verkefnastjóri hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Dekurdagar hefjast um aðra helgi, eða 9. október og verður margt um að vera í tilefni af þeim.
Að venju prýða bæinn sem og fleiri staðir í nágrenninu bleikar slaufur sem hengdar eru upp á ljósastaura. Þeir sem hafa áhuga á að fegra umhverfi sitt og styrkja krabbameinsfélagið í leigðinni geta nálgast þær hjá Vilborgu í versluninni Centro í Hafnarstræti eða sent póst á dekurdagar@akureyri.is. Á myndinni eru þær stöllu Vilborg og Inga en þær hafa verið önnum kafnar undanfarna daga við að skreyta bæinn bleikum slaufum.