Gluggasýningin kvennaverkfall í Hafnarstræti 88

Gluggarnir i Hafnarstræti 88   Myndir Aðsendar
Gluggarnir i Hafnarstræti 88 Myndir Aðsendar

 GLUGGINN í vinnustofu Brynju í Hafnarstræti 88, miðbæ Akureyrar, er kominn í kvennaverkfall. Gluggasýningin stendur frá 20. október til 4. nóvember og hentar öllum aldurshópum. Sýningin er aðgengileg allan sólarhringinn þar sem hennar er notið utan frá séð.

Glugginn sýnir svipmynd af heimili frá síðustu öld. Húsmóðirin sem vinnur líka í frystihúsinu hefur lagt niður störf og skundað í mótmælagöngu í tilefni dagsins 24.október 1975. Hún vill jafnrétti kynjanna, að kvennastörf séu metin að verðleikum og laun til jafns við karla. „Í fyrstu var hún efins um að þátttaka hennar hefði eitthvað að segja en fann svo í hjarta sér þörf til að standa með sjálfri sér,“ segir í tilkynningu.

Hér er gripið niður í sögusvið gluggans:

Það helltust sterkar tilfinningar yfir hana. Sambland af trega, réttlætiskennd, reiði og söknuði til mömmu sinnar og ömmu. Æ blessuð sé minning þeirra. Hún settist niður og kveikti sér í sígarettu. Yngsta stelpan hennar færi að koma heim, en hún passaði alltaf fyrir nágrannakonuna eftir skóla. Hún dró að sér reykinn, dustaði ósýnilegt ryk af eldhús sloppnum og horfði íhugandi út um gluggann. Eldmóður fyllti hana. Jú hún skipti máli, hennar framlag skipti máli svo ekki væri talað um formæður hennar, samtímakonur og dætur!

Hún heyrði stelpuna sína koma blaðskellandi inn. Tíu ára, smágerð en svo mikill töggur í henni. Hún leit á klukkuna, það var enn tími. Hún stóð upp, drap í sígarettunni, slökkti undir slátrinu, tók strauboltann úr sambandi, hengdi upp eldhússloppinn og flýtti sér inn í forstofu þar sem sú stutta var að renna frá sér úlpunni. Komdu sagði hún skörulega. Við erum farnar í kvennaverkfall!

Glugginn tengist líðandi stundu

Glæsilegur gluggi á vinnustofu Brynju við Hafnarstræti 88 sýnir um þessar mundir svipmynd af heimili frá síðustu öld Glugginn tengist líðandi stundu Glugginn í Hafnarstræti 88 er hugverk systranna Brynju Harðar dóttur Tveiten myndlistarkonu og Áslaugar Harðardóttur Tveiten sem rekur skrautmunasöluna Fröken Blómfríður. Glugginn tengist líðandi stundu hverju sinni og er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar. Hann er tilvalinn áfangastaður í gönguferðum og vettvangsferðum og það er ósk lista systranna að glugginn hægi á vegfarendum, veki forvitni og umhugsun og skapi gleði og um ræður. Næsta gluggasýning verður sett upp í desember.

Nýjast