Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 er Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Á Laugum er því löng og rík menntahefð og í raun og veru er saga Laugaskóla menningarsaga Þingeyinga drjúgan hluta 20. aldar. Síðan þá er mikið vatn til sjávar runnið og miklar og margvíslegar breytingar hafa orðið á skólakerfinu í landinu og þá um leið skólanum á Laugum.
Hátíðardagskrá þar sem haldið verður upp á 100 ára afmæli skólans verður á laugardag, fyrsta vetrardag og hefst hátíðardagskrá kl. 14 í íþróttahúsinu. Þar verða flutt ávörp, verk nemenda kynnt og boðið upp á kaffiveitingar. Um kvöldið kl. 20 verða tónleikar, en áður verða hamborgarar í boði og um kvöldkaffi einni. Heimildamynd um Laugaskóla verður sýnd yfir daginn.
Framhaldsskólinn á Laugum var stofnaður 1988 með sameiningu Héraðskólans og Húsmæðraskóla Þingeyinga. Fyrstu árinu starfræktar fjórar brautir til tveggja og þriggja ára. Framhaldsskólinn á Laugum hefur útskrifað stúdenta frá árinu 1993. Fyrst með aðstoð Fjölbrautarskólans í Garðabæ, sem annaðist útskriftina formlega, en síðan 1997 upp á eigin spýtur og eru stúdentar útskrifaðir af félagsfræði-, náttúrufræði- og íþróttabrautum.