Framkvæmasýslan-Ríkiseignir hafa óskað efir því að fá úthlutun á lóð númer 6 við Þursaholt. Lóðin er rúmlega 11 þúsund m², eins og hún er afmörkuð í tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nú er í auglýsingu.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar leggur til að Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum verði veitt vilyrði fyrir lóðinni án auglýsingar, en endanleg úthlutun lóðarinnar fer fram þegar breyting á deiliskipulagi hefur tekið gildi.
Breytingar sem um ræðir eru m.a. að hjúkrunarheimilið sem til stendur að rísi við Þursaholt færist yfir á lóð númer 6. Fjöldi hjúkrunarrýma verði allt að 140 með allt að 98 bílastæðum á lóð.
Raðhúsalóð númer 14 til 18 dettur út úr skipulaginu og tvö fjölbýlishús verða á lóð 2 til 4. Þá verða lóðir númer 1 og 3 sameinaðar í eina, en byggingarmagn breytist ekki.
Ný byggð fái grænt yfirbragð
Í lýsingu á fyrirhuguðu verk segir að við hönnun og uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Þursaholti skuli sérstaklega hugað að manneskjulegum kvarða þar sem hugað er að gæðum dvalarsvæða innan lóða, með áherslu á skjólgóð íverusvæði og dvalarsvæðum sem snúa vel á móti sólu.
Hönnun og frágangur bygginga skal vera vandaður og notast skal við vistvænar lausnir eins og kostur er. Ný byggð á að fá grænt heildaryfirbragð með miðlunar- og settjörnum fyrir leik og upplifun sem einnig hafa það hlutverk að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika með áherslu á umhverfisgæði sem eru mikilvæg fyrir vellíðan manna og samfélagsins
https://utbodsvefur.is/forauglysing-hjukrunarheimili-a-akureyri-leiguleid/