Stefnt á að framkvæmdir við Hofsbót hefjist næsta sumar

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðum númer 1 og 3 við Hofsbót hefjist næsta sumar
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðum númer 1 og 3 við Hofsbót hefjist næsta sumar

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir á lóðum númer 1 og 3 við Hofsbót hefjist sumarið 2026 gangi allt að óskum. Byggingaverktakinn SS-Byggir átti hærra boð af tveimur sem bárust fyrr á árinu i lóðirnar og hefur bæjarráð staðfest þá úthlutun.

Fyrir liggur að færa þarf leigubílastöð BSO þegar framkvæmdir hefjast. Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi segir að ýmis svæði hafi verið til skoðunar undanfarin ár, en hann viti ekki til þess að neinn ákveðinn staður sé til skoðunar nú.

Var honum á fundi skipulagsráðs nýverið falið að vinna í samvinnu við umhverfis- og mannvirkjasvið að málinu og leggja fram tillögu um svæði sem gæti hentað sem biðsvæði fyrir leigubila, bæði tímabundið og til framtíðar.

Lóðirnar eru innan deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum

Nýjast