Býr til og selur armbönd til styrktar KAON

Við afhendingu styrksins  Myndir  KAON
Við afhendingu styrksins Myndir KAON

Aníta 11 ára er búin að vera gera handgerð armbönd og selja þetta árið, ekkert armband er eins og stundum gert eftir pöntunum, þannig að hvert armband er sérstakt.

Hún ákvað sjálf í haust að hún myndi vilja styrkja krabbameinsveika með sölunni á armböndunum en amma hennar greindist í janúar á þessu ári með ólæknandi krabbamein.

Í október safnaði hún 100.000 kr. sem hún færði Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis í styrk á dögunum.

Félagið þakkar Anítu kærlega fyrir þetta frábæra framlag.

 

Það var heimasíða KAON sem fyrst sagði frá 

Nýjast