Rammaskipulag fyrir svæði norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar

Hér má sjá svæðið norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar, eins og það er nú og hugmynd að nýju h…
Hér má sjá svæðið norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar, eins og það er nú og hugmynd að nýju hverfi með talsverðum fjölda íbúða, skóla og leikskóla.

Rammaskipulag fyrir svæði norðan Síðubrautar og vestan Borgarbrautar var unnið áður en deiliskipulag Móahverfis hófst.

Nýlega var tillaga að uppfærðu rammaskipulagi unnin til samræmis við deiliskipulag Móahverfis. Þar er gert ráð fyrir svæði fyrir nýjan skóla og leikskóla. Ekki er um að ræða formlegt skipulag heldur eingöngu undirbúningur fyrir deiliskipulag svæðisins að því er fram kom á opnum fundum um skipulagsmál á Akureyri í liðinni viku. Fyrri fundurinn var ætlaður hagaðilum en sá seinni var fyrir almenning.

Um 200 manns mættu fundina sem haldnir voru í Hofi. Halla Björk Reynisdóttir, formaður skipulagsráðs, og Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi, fóru þar yfir stöðu skipulags- og lóðamála, með áherslu á uppbyggingu íbúðabyggðar.

Húsnæðisáætlun gerir ráð fyrir að úthlutun lóða á svæði norðan Síðubrautar verði í kringum árið 2032. Fram kom að mikilvægt væri að skoða skipulag svæðisins í samhengi við skipulag Lónshverfis í Hörgársveit og er gott samtal í gangi á milli sveitarfélaganna.

Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að það verði bæði aksturs og stígatenging við Lónshverfi.

Nýjast