Fallorka hættir sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja 1 jan. n.k.

Fallorka ætlar að einbeita sér að framleiðslu á rafmagni frá og með 1 janúar 2026
Fallorka ætlar að einbeita sér að framleiðslu á rafmagni frá og með 1 janúar 2026

Hér með tilkynnist að Fallorka mun frá og með 1.janúar 2026 hætta allri sölu á rafmagni til heimila og fyrirtækja og beina starfsemi sinni að framleiðslu á raforku.

Þann 1.júlí sl. gerðu Fallorka og Orkusalan með sér samning um að Orkusalan bjóði viðskiptavinum Fallorku þjónustu sína og selji þeim raforku á hagstæðum kjörum. Með því tryggir Fallorka að viðskiptavinir þeirra verði ekki fyrir óþægindum við þessar breytingar og hafi auðvelt aðgengi að söluaðila rafmagns.

Frá þessu segir í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér nú í dag, þar segir ennfremur: 

Það er einfalt að skrá sig í viðskipti hjá Orkusölunni, á www.orkusalan.is/velkomin. Einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver í síma 422-1000 eða á netfangið orkusalan@orkusalan.is.    Hjá Orkusölunni eru nokkrar orkuleiðir í boði en ódýrasta leiðin er SparOrka (9,92 kr./kWh). Orkusalan kaupir alla raforku af Fallorku og mun tryggja að rafmagnið haldi áfram að streyma til þín.

Orkusalan framleiðir og selur rafmagn til heimila og fyrirtækja um allt land. Virkjanir Orkusölunnar eru 6 talsins og þar á meðal Skeiðsfossvirkjun á Norðurlandi ásamt því að reka starfsstöð á Akureyri.

Í kjölfar þess að Fallorka hættir starfsemi á rafmagnssölu þá er nauðsynlegt fyrir þig að skrá þig í viðskipti hjá söluaðila rafmagns fyrir 10.desember nk.

Frekari upplýsingar um þessar breytingar, m.a. spurt og svarað, má finna á vefsíðu okkar fallorka.is eða á vefsíðu Orkusölunnar orkusalan.is/fallorka.

Fallorka þakkar viðskiptavinum sínum samfylgdina í gegnum árin.

 

 

Nýjast