GPG gefur laserskurðarvél

Fab-Lab smiðjan á Húsavík fékk nýverið rausnarlega gjög frá GPG seafood en fyrirtækið færði smiðjunni stórglæsilega laser skurðarvél sem getur skorið í málma. Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Fab-lab Húsavík segir að hingað til hafi ekki verið hægt að skera í málma í Fab-lab á Íslandi en þökk sé GPG sé það nú hægt á Húsavík.

Í tilefni að því verður GPG dagur í Fab-lab smiðjunni á Húsavík á morgun miðvikudag frá klukkan 15-17. Þar verður nýja vélin til sýnis og þau sem láta sjá sig fá laserskorna jólakúlu að gjöf frá GPG og geta merkt sér hana sérstaklega í nýju laserskurðarvélinni.

„Við þökkum GPG kærlega fyrir þessa mögnuðu og veglegu gjöf,“ segir Stefán og bætir við að hann hlakki til að sýna Húsavíkingum vélina á morgun.

Nýjast