Framsýn Félagsmenn fengu tæpar 170 milljónir í styrki

Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar til félagsmanna     Mynd  Framsýn
Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar til félagsmanna Mynd Framsýn

Á árinu 2025 voru 1414 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar til félagsmanna. Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja ríflega 134 milljónum króna, þar af voru sjúkradagpeningar rúmlega 91 milljón og aðrir styrkir s.s. sálfræðikostnaður félagsmanna og heilsurækt tæplega 43 milljónir króna.

Til viðbótar fengu 358 félagsmenn greiddar um 28, 5 milljónir í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum sem Framsýn á aðild að í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Samtals nema þessar greiðslur rúmlega 168 milljónum á árinu 2025.

Nýjast