Eyjafjörður má ekki verða að næsta tilraunasvæði sjókvíaeldis

Undanfarin misseri hafa áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði verið rædd af auknum þunga. Oft er bent á mögulega atvinnusköpun, en mun minna rætt um þá áhættu sem fylgir – sérstaklega fyrir náttúruna, villta fiskistofna og samfélagið sem lifir með firðinum.

Undanfarin misseri hafa áform um sjókvíaeldi í Eyjafirði verið rædd af auknum þunga. Oft er bent á mögulega atvinnusköpun, en mun minna rætt um þá áhættu sem fylgir – sérstaklega fyrir náttúruna, villta fiskistofna og samfélagið sem lifir með firðinum.

Erlendur Steinar Friðriksson

Þessi þróun endurspeglar samverkandi áhrif margra þátta, svo sem breyttra umhverfisaðstæðna og loftslags. Hún sýnir þó jafnframt að stofnarnir eru þegar undir álagi. Við slíkar aðstæður hlýtur varúðarreglan að gilda.

Að bæta við nýrri áhættu í formi sjókvíaeldis – með tilheyrandi laxalús, ofl. – er einfaldlega ekki skynsamlegt þegar staðan er þegar viðkvæm.

Reynslan erlendis er skýr

Í löndum þar sem sjókvíaeldi hefur verið stundað í áratugi, svo sem í Noregi og Skotlandi, liggur reynslan ljós fyrir. Þar hefur verið sýnt fram á alvarleg áhrif laxalúsar á villta laxastofna, sleppingar eldisfisks eru staðreynd og erfðablöndun hefur veikt stofna til frambúðar.

Í dag eru sömu lönd farin að herða reglur, loka svæðum og viðurkenna að sjókvíaeldi í opnum kvíum hefur ekki staðið undir væntingum þegar kemur að vernd villtra stofna. Það væri óskynsamlegt að Ísland, og þá sérstaklega Eyjafjörður, þurfi að læra þessa lexíu af eigin reynslu.

Nýtt frumvarp breytir leikreglunum

Samhliða þessari umræðu liggur nú fyrir nýtt lagafrumvarp um fiskeldi sem felur í sér verulegar breytingar á núverandi regluverki. Samkvæmt frumvarpinu yrði heimilt að stunda sjókvíaeldi í mun fleiri fjörðum en áður, án þess að skýrt sé hvernig tryggja eigi vernd viðkvæmra vistkerfa og villtra fiskistofna til lengri tíma.

Í reynd má segja að frumvarpið opni fyrir fiskeldi í flestum, ef ekki öllum, fjörðum landsins nema sérstaklega sé gripið inn í. Þetta gerir umræðuna um Eyjafjörð enn brýnni, því ákvarðanir sem teknar eru nú munu hafa áhrif langt fram í tímann.

Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir því að í dag (26.01.2026) er síðasti dagurinn til að senda inn athugasemdir við frumvarpið. Þetta er raunverulegt tækifæri fyrir íbúa, hagsmunaaðila og náttúruunnendur til að láta rödd sína heyrast áður en lagasetningin tekur gildi.
Hér er hægt að gera athugasemdir https://www.letsundothis.com/is/lagareldisfrumvarp

Eyjafjörður er sérstaklega viðkvæmur

Eyjafjörður er tiltölulega lokaður fjörður með hæg vatnsskipti. Slíkir firðir eru sérlega viðkvæmir fyrir lífrænu álagi og mengun. Úrgangur, fóðurleifar og efni sem notuð eru í baráttu gegn laxalús safnast upp á botni og geta haft langvarandi áhrif á vistkerfið.

Þetta snýst ekki aðeins um fiskeldi heldur um heildarheilbrigði fjarðarins, lífríki hans og þau verðmæti sem samfélagið í kringum hann byggir á.

Undirskriftalisti um friðun Eyjafjarðar

Í ljósi þessa hefur verið settur á laggirnar undirskriftalisti þar sem kallað er eftir friðun Eyjafjarðar fyrir sjókvíaeldi í opnum kvíum. Markmiðið er að sýna að verulegur hluti almennings vill að farið sé varlega og að náttúruvernd vegi þungt í ákvarðanatöku um framtíð fjarðarins.

Undirskriftalistann má finna hér:
https://sunn.is/verndum-eyjafjord-fyrir-sjokviaeldi-/

Hvaða framtíð viljum við?

Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er ekki hvort tæknilega sé hægt að setja sjókvíar í Eyjafjörð, heldur hvort það sé skynsamlegt. Viljum við fórna langtíma náttúruverðmætum fyrir skammtímahagnað? Viljum við taka áhættu sem við vitum að getur haft óafturkræf áhrif?

Eyjafjörður er ekki til sölu. Hann er sameiginleg arfleifð okkar og ábyrgð. Áður en teknar eru ákvarðanir sem ekki verður snúið við verðum við að staldra við, hlusta á vísindin og beita varúðarreglunni.

Það er ekki öfgastaða að vilja vernda náttúruna.
Það er skynsemi.

Nýjast