Talsvert svifryk í bænum

Fjárans svifrykið er að angra bæjarbúa.  Mynd akureyri.is
Fjárans svifrykið er að angra bæjarbúa. Mynd akureyri.is

Unnið er að rykbindingu en þó er hætt við að viðkvæmir einstaklingar geti fundið fyrir einkennum vegna mengunar.

Nú er svifrykið að stríða okkur og mun gera áfram næstu daga. Unnið er að rykbindingu en þó er hætt við að viðkvæmir einstaklingar og einstaklingar með astma eða aðra undirliggjandi lungna- og/eða hjartasjúkdóma geti fundið fyrir einkennum vegna mengunar.

Verði loftmengun mikil ættu viðkvæmir einstaklingar að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra ef loftmengun er mikil.

Hægt er að fylgjast með stöðu mála á vef Umhverfis- og orkustofnunar.

Heimasíða Akureyrar segir fyrst frá þessu.

Nýjast