Mikil þörf fyrir fagmenntað fólk í veitingageiranum

Alls hófu sex nemendur nám í 2. bekk í matreiðslu í VMA nú um áramót. Mikil þörf er fyrir fagmenntað…
Alls hófu sex nemendur nám í 2. bekk í matreiðslu í VMA nú um áramót. Mikil þörf er fyrir fagmenntað fólk í veitingageiranum Mynd VMA

Alls hófu sex nemendur nám í 2. bekk í matreiðslu í VMA nú um áramót. Þetta er fyrri áfanginn af tveimur í námi að loknu grunnnámi sem nemendur þurfa að ljúka til þess að fara í sveinspróf í matreiðslu. Framhaldið með 3. bekkinn ræðst af fjölda umsókna, en hann verður mögulega í boði á næstu haustönn eða vorönn að ári liðnu.

Fimm af sex nemendum í 2. bekknum hafa lokið grunndeild matvæla í VMA en einn kemur inn í námið í framhaldi af ferilbók. Allir eru þessir sex nemendur að vinna í faginu á veitingastöðum á Akureyri, Rub, Strikinu og Múlabergi.

Gríðarleg þörf er fyrir fagmenntað fólk í veitingageiranum og á það bæði við um matreiðslu og framreiðslu. Til stóð að fara af stað með nám í framreiðslu í VMA í vetur en vegna ónógrar þátttöku gekk það ekki upp. Aðeins einu sinni hefur tekist að manna námshóp í framreiðslu í VMA en matreiðsluhóparnir í VMA eru orðnir töluvert margir, bæði í 2. og 3. bekk að því er fram kemur á vef skólans.

Nýjast