Í Boganum er hægt að ganga innandyra, í hlýju og öruggu umhverfi – óháð veðri og færð

Í Boganum er þurrt, hlýtt  og ekki nokkur hálka og húsið því heppilegt til morgungönu
Í Boganum er þurrt, hlýtt og ekki nokkur hálka og húsið því heppilegt til morgungönu

„Með reglulegri göngu, jafnvel í stutta stund í senn, má bæta jafnvægi, styrkja vöðva og bein, draga úr líkum á byltum og viðhalda sjálfstæði til lengri tíma. Hreyfing hefur einnig jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfið, svefn, minni og líðan. Ekki síður skiptir máli að vera í félagsskap annarra,“ segir Héðinn Svarfdal, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ.

Eldri borgararnir á myndinni voru á göngu í Boganum þegar ljósmyndara bar að. Þeir voru sammála um að aðstaðan í íþróttahúsinu væri frábær og hvöttu fleiri til að kíkja í Bogann. „Hér er enginn hálka – það er bara um að gera að koma. Fyrir heimsfaraldurinn voru allt að 40 manns hér á morgnana. Sumir ganga nokkra hringi, aðrir tíu og enn aðrir dvelja hér í allt að þrjá klukkutíma. Þetta er okkar vinna,“ sögðu göngugarparnir.

Boginn opnar alla virka morgna klukkan átta og öll eru velkomin.

Frá þessu segir á akureyri.is

Nýjast