Uppstilling hjá Samfylkingu í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningar 16. maí n.k.

Húsavík á góðum degi.     Mynd aðsend
Húsavík á góðum degi. Mynd aðsend

Félagsfundur Samfylkingarinnar í Norðurþingi samþykkti einróma tillögu stjórnar um að viðhöfð verði uppstilling sem aðferð við val á framboðslista flokksins í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026.    

Þetta kemur frá á facebooksíðu flokksins í morgun.  Þar segir enn fremur ,, áhugasamir frambjóðendur eru hvattir til þess að hafa samband í gegnum Facebook síðu flokksins eða með tölvupósti á samfylkinghusavik@gmail.com.
Þegar uppstillingarnefndin hefur lokið störfum verður boðað til félagsfundar þar sem listinn verður borinn upp til samþykktar."

Nýjast