Baldvin Rúnarsson Mynd KAON
Einni milljón króna úthlutað til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis úr minningarsjóði Baldvins í dag, 15. janúar sem er afmælisdagur Baldvins.
Styrknum er ætlað að styðja við Heilsueflingarsjóð KAON sem var stofnaður 15. janúar 2020 fyrir tilstuðlan framlags frá Minningarsjóði Baldvins. Með úthlutuninni í dag hefur minningarsjóðurinn nú lagt alls 3,5 milljónir króna í verkefnið.
Starfsfólk og stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis þakkar kærlega fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin.
Það var facebooksíða KAON sem fyrst sagði frá