Í litlu garðyrkjustöðinni Kambsmýri 12 eru litríkir túlipanar að springa út og bíða eftir að bóndadagur renni upp. Hann er handan hornsins, rennur upp á föstudag og án efa verður víða fagnað.
„Ég finn að fólk hefur fulla þörf á glaðlegum litum á þessum árstíma, þess vegna eru túlípanar svo eftirsóttir sem raun ber vitni,“ segir Jóhann Thorarensen garðyrkjumaður sem rekur litlu garðyrkjustöðina á lóð bak við hús sitt. Túlípanar eru svo sannarlega kærkomin tilbreyting i skammdeginu, þeir eru meðal fyrstu blóma sem koma á markað svo snemma árs sem vissulega skýrir hversu vinsæl gjöf þeir eru til bænda á öllum aldri.

Litríkir túlípanaranir gleðja svo sannarlega augað
„Það er alltaf mikið um að vera hjá okkur á bóndadaginn og túlípanarnir renna út,“ segir Jóhann.